Um okkur

Um Fjárstoð

Fjárstoð var stofnað árið 2001 sem sérhæft fyrirtæki í útvistun. Fyrstu árin einkenndust af kaupum og sameiningu Fjárstoðar við fjármálasvið fyrirtækja og útvistunarfyrirtæki á fjármálasviði.

Í desember 2005 keypti Fjárstoð viðskiptaþjónustu Deloitte og sameinaði rekstri sínum. Á sama tíma keypti Deloitte hluta í Fjárstoð. Árið 2013 eignaðist félag í eigu lykilstjórnenda allt hlutafé í Fjárstoð. Í dag er Fjárstoð í 100% eigu Selskálar ehf.

Okkar markmið

Markmið þjónustu Fjárstoðar við viðskiptavini er að ná fram þeim virðisauka sem einkennir skynsamlega útvistun verkferla.  Í því felst að beinlínis er stefnt að

  • Lækkun beins og óbeins kostnaðar stoðdeilda
  • Auknum gæðum í þjónustu stoðdeilda við kjarnasvið fyrirtækja
  • Sveigjanleika í kostnaði og þjónustuþáttum til samræmis við þarfir viðskiptavina hverju sinni

Kostnaðarlækkun
Kostnaði vegna stoðdeilda fyrirtækja má almennt skipta í tvennt; a) reglulegur útlagður kostnaður t.d. vegna launa starfsmanna og b) óreglulegur og óbeinn kostnaður, t.d. tengdur yfirstjórn, tækjabúnaði, orlofi, ráðningum eða húsnæði.  Algengt er að fyrirtæki vanmeti slíkan óbeinan kostnað.

Í flestum tilkvikum er stærstur hluti kostnaðarins reglulegur útlagður kostnaður vegna launa starfsmanna.  Í því efni er hins vegar mikilvægt að horfa til þess hvort nýting starfsmanna sé með fullnægjandi hætti og hvort afköst þeirra samræmist því sem best gerist.

Nauðsynlegt er að horfa til allra þessara þátta við mat á því hver kostnaður stoðdeilda raunverulega er. Hjá Fjárstoð starfar fjöldi fólks með áralanga reynslu af hinum ýmsu verkefnum fjármálasviðs sem samtímis annast þjónustu fyrir fjölda fyrirtækja.  Þannig getur Fjárstoð tryggt viðskiptavinum sínum verulega lækkun kostnaðar sem hlýst af betri nýtingu starfsfólks, hagkvæmari vinnubrögðum og umsjón þeirra viðfangsefna sem leiða af sér óbeinan kostnað hjá fyrirtækjum.

Aukin gæði
Markmið Fjárstoðar er að tryggja viðskiptavinum sínum meiri gæði við vinnslu fjármálaupplýsinga en vera mundi ef þeir fælu sínum eigin starfsmönnum að annast verkið.  Þannig má segja að samkeppnisaðili Fjárstoðar séu stoðdeildir á fjármálasviði sem reknar eru af fyrirtækjunum sjálfum.  Með yfirgripsmikilli reynslu starfsfólks, öguðum vinnubrögðum, skilgreindu gæðakerfi og metnaði er Fjárstoð þess fullvisst að geta fullnægt ýtrustu kröfum stjórnenda fyrirtækja um bestu gæði og skilvirkni.

Sveigjanleiki í kostnaði og þjónustuþáttum
Fjárstoð leggur mikla áherslu á að yfirfara reglulega með viðskiptavinum sínum hvort eðlilegt samræmi sé milli þóknunar Fjárstoðar og umfangs þeirrar vinnu sem á sér stað í þágu viðskiptavina.  Algengt er að þegar frá líður í samskiptum Fjárstoðar og viðskiptavina náist fram aukin hagkvæmni í vinnubrögðum og þar með minni kostnaður Fjárstoðar við þjónustuna.

Þjónustusamningur Fjárstoðar tryggir að samræmið milli umfangs og kostnaðar haldist þannig að minni umsvif leiði til lægri þóknunar til Fjárstoðar.  Að sama skapi kann starfsemi viðskiptavinar að vaxa fiskur um hrygg sem einnig gæti leitt til hlutfallslegra breytinga á þóknun.

Regluleg yfirferð Fjárstoðar og viðskiptavinar á umfangi þjónustunnar og þóknun er einnig ætluð til þess að endurmeta og uppfæra þær skilgreiningar á verkefnum sem í gildi eru.  Þannig er tryggt að Fjárstoð geti fullnægt síbreytilegum kröfum viðskiptavina sinna um þá þjónustu sem þörf er á hverju sinni.